13.02.1975
Neðri deild: 43. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (1428)

Umræður utan dagskrár

Sverrir Hermannsson:

Virðulegi forseti. Að því gefna tilefni að kaup og kjör þm. hafa mjög verið í sviðsljósinu að undanförnu ákvað þingfararkaupsnefnd á fundi sínum í morgun að boða til blaðamannafundar um það mál innan skamms þegar tími vinnst til. Yrði það að líkindum innan 10 daga eða hálfs mánaðar. Þar yrðu öll atriði þeirra mála upplýst og þess farið á leit við rétta ráðamenn að þeim fundi yrði sjónvarpað. — Þetta vildi ég að hv. þdm. vissu.