25.02.1975
Sameinað þing: 42. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (1490)

301. mál, söluskattur af innflutningsgjöldum

Tómas Árnason:

Herra forseti. Þessi fsp. var einnig flutt af Vilhjálmi Sigurbjörnssyni á sinum tíma til hæstv. fjmrh. um söluskatt af framflutningsgjöldum og hljóðar þannig:

„Hefur ráðh. látið kanna möguleika á því að fella framflutningsgjöld undan álagningu söluskatts, þannig að sú hækkun vöruverðs til neytenda, sem verður vegna strandflutninga og af öðrum flutningskostnaði innanlands, verði undanþegin álagningu söluskatts?“

Ég hygg, að það sé einhver misskilningur í sambandi við þessa fsp., sem væntanlega upplýsist af hálfu hæstv. ráðh., og leyfi ég mér að þakka honum fyrir fram fyrir svarið.