04.11.1974
Sameinað þing: 2. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eyjólfur K. Jónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur fjallað um tvö kjörbréf, annars vegar Péturs Blöndals framkvæmdastjóra á Seyðisfirði sem 1. varam. Sjálfstfl. í Austurl. og hins vegar kjörbréf Vilhjálms Sigurbjörnssonar framkvæmdastjóra á Egilsstöðum sem 1. varaþm. Framsfl. í Austurl. Kjörbréfanefnd hefur ekkert séð athugavert við kjörbréfin, og hún mælir með, að þau séu tekin gild, og mælir með kosningu þeirra Péturs Blöndals og Vilhjálms Sigurbjörnssonar.