25.02.1975
Neðri deild: 46. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (1511)

168. mál, ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði

Eyjólfur K. Jónsson:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess eins að þakka hæstv. forsrh. fyrir þá yfirlýsingu sem hann gaf um að tjón yrði að bæta af völdum snjóflóða viðar en í Neskaupstað og á þar sérstaklega við Siglufjörð. Þar sem ég á sæti í þeirri n., sem um málið mun fjalla, flyt ég ekki brtt. á þessu stigi, en mun beita mér fyrir því í n. að tjón verði einnig bætt af snjóflóðinu í Siglufirði. Hygg ég raunar að allir þm. muni um það sammála að eitt eigi yfir alla að ganga í þessu efni og þess vegna verði enginn ágreiningur um að slík breyting verði á frv. gerð.