27.02.1975
Efri deild: 50. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1981 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

168. mál, ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði

Geir Gunnarsson:

Herra forseti. Ég kem ekki hér til þess að lýsa afstöðu minni til þessa frv. Ég mun, ef ég sé ástæðu til, gera það við 2. umr. eða atkvgr. Það eru aðeins upplýsingar um eitt atriði, sem ég vildi óska eftir.

Í þessu frv., eins og í frv. um niðurgreiðslu á olíuverði, er gengið út frá því að hvert söluskattsstig skili 960 millj. kr. í ríkissjóð á þessu ári. Þessi viðmiðun ber það með sér, að gert er ráð fyrir verulegri magnminnkun í söluskattsskyldri veitu. Af því tilefni vil ég fara þess eindregið á leit við hv. n., sem fær þetta mál til meðferðar, að hún afli upplýsinga um það, hve mikilli magnminnkun í prósentum er þá gert ráð fyrir í veltu miðað við s.l. ár, þegar því er slegið föstu að með verðlagi þessa árs skili söluskattsstigið 960 millj. kr.