10.03.1975
Efri deild: 55. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2213 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

95. mál, vegalög

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti, Ég tel óráðlegt að skerða meira en gert er hlut Reykjavíkur af heildarframlagi því sem veitt er til lagningar þjóðvega í kauptúnum og kaupstöðum með hliðsjón af því í fyrsta lagi hversu mikill hluti teknanna verður til hér í Reykjavík, í öðru lagi hversu mörg óleyst verkefni er hér um að ræða og í þriðja lagi hversu vegir innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur eru mikið notaðir af öðrum en íbúum höfuðstaðarins. Ég eyði ekki frekari tíma til rökstuðnings þessari skoðun, en mun greiða atkv. gegn þeirri breyt., sem í frv. felst að þessu leyti, en styð það í öðrum atriðum.