11.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2253 í B-deild Alþingistíðinda. (1803)

311. mál, lagning byggðalínu til Norðurlands

Heimir Hannesson:

Herra forseti. Það er kannske ekki ástæða til þess að hafa þessar umr. mjög langar því að þetta sérstaka byggðalinumál hefur þegar verið til umr. í hinn virðulega Alþ. En ég get ekki komist hjá því að minna á að hér hefur komið áþreifanlega fram, að það sem menn í góðri trú tóku gott og gilt í nóvemberlok 1973 það hefur komið áþreifanlega í ljós að það hefur reynst hreint hjóm og ekki átt við nokkur rök að styðjast, þar sem nú er gerð áætlun um að ljúka þessari margræddu byggðalínu fyrir 1. nóv. 1976 samkv. upplýsingum hæstv. ráðh. Það skortir sjálfsagt á þessu stigi verktæknilegar upplýsingar til að meta hvað í rauninni hefur orðið til þess að draga þetta mál eins og raun ber vitni, en það væntanlega kemur í ljós með þeirri skýrslugerð sem hæstv. ráðh. minntist á.

Að öðru leyti vil ég þakka hæstv. ráðh. þau fyrirmæli sem hann hefur gefið til framkvæmdaaðila fyrir ekki löngu að hraða framkvæmdum og vil bera fram þá ósk að á þessu ári og næsta þurfi menn ekki að horfa upp á sama hörmungarástandið, sömu tafirnar og sama dráttinn og norðlendingar og allir landsmenn hafa orðið að horfa upp á undanfarna mánuði. Ég treysti því að núv. ríkisstj. taki af skarið í þessum málum og beiti sér fyrir eins hröðum framkvæmdum héðan af eins og tök eru á og vil að öðru leyti þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin.