12.03.1975
Neðri deild: 55. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2378 í B-deild Alþingistíðinda. (1876)

172. mál, endurskipulagning utanríkiþjónustunnar

Fyrirspyrjandi (Magnús Kjartansson) :

Herra forseti. Hafi ég komist þannig að orði, að ástæða sé til að ætla að ég telji að sendiráðin hafi ekki störfum að gegna, þá hef ég ekki orðað mína hugsun rétt. Mér er vel kunnugt um það að sendiráðin hafa störfum að gegna, og um það gildir raunar eitt af lögmálum Parkinsons sem segir að hvert starf uppfylli þann tíma sem til þess sé ætlaður. Þessi sendiráð vinna að ýmsum verkefnum og mér dettur ekki í hug að væna nokkurn mann þar um það að hann geri það ekki. En ég tel að þessi verkefni séu orðin ákaflega smávægileg í samanburði við þau raunverulegu verkefni sem ég tel að utanríkisþjónusta þurfi að rækja.