17.03.1975
Neðri deild: 59. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2427 í B-deild Alþingistíðinda. (1909)

177. mál, Fljótsdalsvirkjun

Forseti (Magnús T. Ólafsson):

Vegna óska hv. þm. um að umr. verði frestað án þess að málið gangi til n. að svo stöddu, þá er það rétt að bæði hann og hv. 4. þm. Austf. hafa beint fyrirspurnum til iðnrh. sem af gildum ástæðum getur ekki verið við þessa umr. Ég tel því fyrir mitt leyti rétt að umr. sé frestað án þess að málið gangi til nefndar að svo stöddu, en vil spyrja hv. flm. hvort hann sé samþykkur þeirri málsmeðferð. (SvH: Ég er það.) Úr því að svo er þá er þessari umr. frestað og málið tekið út af dagskrá.