18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (1911)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Mér hefur borist eftirfarandi bréf :

„Reykjavík, 17. mars 1975.

Formaður þingflokks Framsfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Mér hefur tjáð Steingrímur Hermannsson, 2. þm. Vestf., að hann þurfi að vera fjarverandi um sinn vegna ferðar til útlanda. Þar sem 1. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ólafur Þórðarson, getur ekki mætt til þings, er þess óskað að 2. varamaður flokksins í kjördæminu, Bogi Þórðarson, taki sæti Steingríms á Alþ. meðan hann er fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

forseti Ed.

Þá hefur borist eftirfarandi símskeyti til Alþingis :

„Súgandafirði.

Vegna anna í starfi get ég ekki tekið sæti á Alþ. og óska þess, að 2. varamaður Framsfl. á Vestfjörðum, Bogi Þórðarson, taki sæti í minn stað í fjarveru Steingríms Hermannssonar.

Ólafur Þórðarson.“

Undirskrift staðfestir Sigríður Kristjánsdóttir talsímakona.

Það þarf að rannsaka kjörbréf Boga Þórðarsonar og bið ég kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til rannsóknar nú þegar og fær hún til þess 10 mínútna tíma. — [Fundarhlé.]