18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (1912)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Boga Þórðarsonar, sem er 2. varaþm. B-listans í Vestfjarðakjördæmi. 1. varaþm., Ólafur Þórðarson, hefur sent Alþ. staðfest símskeyti og tilkynnt að hann geti ekki tekið sæti eins og sakir standa. Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neina meinbugi á kjörbréfi þessu og leggur til, að kjörbréfið verði samþ. og kosning Boga Þórðarsonar, sem 2. varaþm. B-listans í Vestfjarðakjördæmi, verði tekin gild.