18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2450 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

185. mál, vinnutími sjómanna

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Eins og kom fram í svari mínu við fsp. er n. aðeins sammála um það eitt að hún sé ósammála um málið. Hún hefur lokið störfum, telur þýðingarlaust að halda störfum lengur áfram. Þessi niðurstaða n. barst mér fyrst nú fyrir 3–4 dögum — bréfið er dags. 14. mars — og að sjálfsögðu hefur ekki enn verið unnt að taka afstöðu til þess í félmrn. hvað nú skuli í málinu gera. En það verður að sjálfsögðu athugað. Hins vegar verða menn að gera sér það ljóst að sjónarmið eru ákaflega ólík í n., einkum um það meginatriði hvort vinnutími sjómanna skuli ákveðinn í samningum eða með lögum. Hvort tekst að brúa slíkt bil við nánari athugun skal ég ekki segja á þessu stigi. Málið verður að sjálfsögðu skoðað áfram, en hefur ekki verið unnt enn vegna þess hve skammur tími er liðinn síðan n. skilaði af sér. Sameinað þing, 53. fundur.