21.11.1974
Efri deild: 9. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í B-deild Alþingistíðinda. (201)

43. mál, ljósmæðralög

Axel Jónsson:

Herra forseti. Ég vil strax við þessa 1. umr. lýsa yfir fullum stuðningi við þetta frv. og það sem það inniheldur. Ég er sannfærður um að þarna hefur verið um langa tíð að ræða visst misrétti eða hugsunarleysi, vildi ég fremur segja, gagnvart því sem þarna kemur fram. Ég er sannfærður um að það er ekki af viljaleysi heldur fyrst og fremst af hugsunarleysi að þarna hefur ekki verið gerð breyt. á. En ég, herra forseti, endurtek: Ég er mjög hlynntur þessu frv. efnislega.