08.04.1975
Sameinað þing: 58. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2762 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

178. mál, skattfrjáls framlög í varasjóði

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Vegna fsp. hv. 11. landsk, þm. á þskj. 350 hef ég látið taka saman yfirlit yfir þær fjárhæðir sem félög hafa dregið frá hreinum tekjum til skattálagningar og lagt í skattalegan varasjóð samkv. heimildarákvæðum 2. málsgr. 17. gr. laga nr. 90 frá 1965, 2. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1972, sbr. breyt. á 17. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, á árunum 1968 til og með ársins 1974, þ, e. a. s. s. l. 7 ár. Gjaldaárið 1968 nam þessi upphæð 87 989 648 kr. fyrir allt landið. 1969 91 595 650 kr., 1970 kr. 198 788 155 kr., 1971 310 920 683 kr., 1972 322 207 488 kr., 1973 329 757 795 kr. og 1974 511 105 146 kr. Samtals 1 milljarður 852 millj. 364 þús. 565 kr. Ég hef látið leggja á borð þm. töflu um sundurliðun þessara talna eftir kjördæmum. Með yfirliti þessu þykir mér rétt að láta fylgja eftirfarandi skýringar og athugasemdir:

1. Heimild til skattfrjálsra till. í varasjóð nær aðeins til félaga, sem eru sjálfstæðir skattaðilar.

2. Tölurnar eru fengnar úr heildarniðurstöðum

Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar eins og þær eru við frumálagningu og framlagningu skattskrár.

3. Við kæruafgreiðslu hjá skattstjórum, ríkisskattstjóra og ríkisskattanefnd hafa varasjóðstill. breyst nokkuð, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Ekki er talið framkvæmanlegt nema með mjög mikilli fyrirhöfn að ákvarða hve háar þessar breytingartölur eru, en til þess að það væri hægt þyrfti að athuga öll framtöl áðurnefndra aðila. Þess ber að geta að breyt. þessar eru mjög smávægilegar miðað við heildarupphæð gjaldárs.

4. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar frá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar um varasjóðstill. í Reykjanesumdæmi gjaldaárið 1971. Með samanburði við önnur gjaldaár og umdæmi hefur tilgreind tala verið áætluð og verður að taka með nokkrum fyrirvara.