08.04.1975
Sameinað þing: 58. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2762 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

336. mál, endurskoðun laga um ljósmæðranám

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 368 að bera fram fsp. til hæstv. heilbr: og trmrh. um Ljósmæðraskóla Íslands. Ég verð að biðja hæstv. forseta afsökunar á röngu orðalagi fsp. því að nefnd sú, sem um var spurt, mun aðeins hafa átt að setja nýja reglugerð, en ekki að endurskoða lögin sjálf. Hins vegar hafði ég þessar upplýsingar um starfssvið n. frá þeim aðila er gerst mátti vita, þó að hvatinn að þessari fyrirspurn sé kominn frá ljósmæðrum eystra, sem töldu einnig að hér væri um lagaendurskoðun að ræða. Þrátt fyrir þennan leiða misskilning vil ég vona að hæstv. ráðh. geti upplýst á hvaða stigi þessi mál eru nú. En það var annað sem ruglaði mig einnig í ríminu. Það var að 1972 var frv. um breyt. ljósmæðralaga vísað til hæstv. ríkisstj. á þeim forsendum að n. væri að vinna að nýjum ljósmæðralögum. Það mun hins vegar hafa verið svo að sú n. mun hafa skilað áliti og síðan hafi ekki neitt gerst í þessu máli annað en þetta varðandi n. um reglugerð.

En í raun og veru var aðalástæða fsp. einmitt af þessum toga spunnin, Í Ed. Alþ. höfum við hv. þm. Halldór Ásgrímsson leyft okkur að endurflytja frv., sem vísað var til ríkisstj, á sínum tíma, frv. til l. um breyt. á ljósmæðralögum. Hér er aðallega um að ræða réttarbætur sem löngu hafa verið taldar sjálfsagðar til handa öðrum stéttum sem starfa í þágu hins opinbera, Í n. þeirri, sem um málið hefur fjallað í Ed., hefur ýmislegt komið fram, m. a. frá heilbrrn. og fleiri opinberum aðilum, sem gerir það að verkum að ég taldi nauðsynlegt að fá eins skýr svör og mögulegt væri nú á þessu stigi, um fyrirhugaða menntun í ljósmæðrafræðum, þó að mér sýnist reyndar á svörum við fyrri fsp. þar að lútandi í n. að ýmislegt sé þar á, seyði sem ég felli mig ekki alls kostar við.

Aukin menntun ljósmæðra og fjölhæfni í fleiri störfum er sjálfsögð. En nú virðist nánast um það að ræða hvort þessi menntabraut með þessa grein, ljósmóðurstarfið, að aðalstarfi eigi að rúmast í kerfinu eða ekki. Ef ljósmóðurfræði á að vera valgrein fyrir hjúkrunarkonur eingöngu, eins og ég heyrði í erindi í gærkvöld, þá óttast ég framtíð þeirrar greinar í ljósi þess sem þar var minnst á, að í könnun 106 hjúkrunarkvenna hafi aðeins ein þeirra kosið ljósmóðurfræði sem valgrein. Það má vel vera að hér sé ekki um algilda niðurstöðu að ræða og væri betur að svo væri ekki. En hingað til hef ég af reynslu okkar úti á landi, einkum í mesta strjálbýlinu, álitið rétt að ljósmóðurfræði yrði áfram sjálfstæð námsgrein eða námsbraut, svo sem verið hefur, með viðbótarþáttum og auknu valfrelsi og möguleikum til nýrra námsbrauta í öðrum heilsugæslufræðum að sérnámi loknu.

Þetta er vitanlega eitt þeirra mála, sem þarf að taka til vandlegrar athugunar með tilliti til nýskipunar framhaldsmenntunar í landinu yfirleitt þar sem námsbrautir yrðu ekki svo afmarkaðar og lokaðar sem nú er. Þar koma eflaust ýmsar leiðir til greina þó að einhvern veginn kunni ég ekki við að þessi ágæta námsbraut hverfi sem sjálfstæð eining út úr menntakerfínu, svo sem stundum hafa heyrst um raddir. En alveg sérstaklega með tilliti til framgangs á frv. okkar hv. þm. Halldórs Ásgrímssonar vildi ég fregna af þessu beint frá hæstv. ráðh. og beini því fsp. þessum til hans með þeim leiðréttingum og skýringum, sem ég gat um í upphafi. Hvenær má vænta niðurstaðna frá n. þeirri sem skipuð var til að endurskoða reglugerð ljósmæðraskóla Íslands, og getur ráðh. upplýst nokkuð á þessu stigi um störf og niðurstöður n. þessarar?