21.04.1975
Sameinað þing: 66. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3047 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennara á Akureyri, sem 1. varaþm, Alþb. í Norðurl. e., en hún tekur sæti á Alþ. vegna fjarveru Stefáns Jónssonar, 5, þm. Norðurl. e., sem er farinn til útlanda í opinberum erindum.

Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neina meinbugi á kjörbréfinu og leggur einróma til að það verði samþ. og kosning Soffíu Guðmundsdóttir tekin gild.