21.04.1975
Neðri deild: 69. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3048 í B-deild Alþingistíðinda. (2298)

230. mál, hjúkrunarlög

Sjútvrh. (Matthías B)arnason):

Virðulegi forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir til 1, umr., er um breytingu á hjúkrunarlögum og það er þess eðlis að rétt til að stunda hjúkrun og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur sá einn, sem til þess hefur fengið leyfi ráðh., og þeim, sem þess óska fremur, skal heimilt að nota starfsheitið hjúkrunarkona eða hjúkrunarmaður. M. ö. o.: breytingin er sú að til viðbótar starfsheitinu hjúkrunarkona eða hjúkrunarmaður komi hjúkrunarfræðingur.

Þetta frv. er flutt að beiðni Hjúkrunarfélags Íslands, en á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Reykjavík í júní á s. l. ári, fól fundurinn stjórn félagsins að leita eftir viðurkenningu á starfsheitinu „hjúkrunarfræðingur“. 43 kjörnir fulltrúar samþ. eftirfarandi till., mótatkv. var 1 og 3 fulltrúar sátu hjá:

„Aðalfundur Hjúkrunarfélags Íslands samþ. að taka upp starfsheitið hjúkrunarfræðingur og felur stjórn félagsins að fá það löggilt, Starfsheitin hjúkrunarkona og hjúkrunarmaður skulu eftir sem áður lögvernduð fyrir þá félaga Hjúkrunarfélags Íslands sem þess óska.“

Till. sama efnis hafði verið send öllum fulltrúunum og þeir tekið hana til umr. í eigin svæða eða sérgreinadeildum.

Samkv. þessari beiðni taldi heilbr.- og trmrn. rétt að flytja þetta frv. og því liggur það nú hér fyrir til 1, umr.

Herra forseti. Ég vil leggja til að að lokinni þessari umr, verði frv. vísað til heilbr.- og trn.