22.04.1975
Neðri deild: 71. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3117 í B-deild Alþingistíðinda. (2336)

132. mál, dýralæknar

Frsm. (Stefán Valgeirsson) :

Virðulegi forseti.

Það er einnig svo um þetta frv. að það var sent til yfirdýralæknis og Búnaðarfélags Íslands til umsagnar og mæltu báðir aðilar með samþykkt þess. Þetta frv. felur í sér að skipta Austurlandsumdæmis sem er, eins og segir í grg. víðáttumikið dýralæknisumdæmi, og það felur í sér að skipta því í tvennt og enn fremur breytingu á svæðaskipuninni, þ. e. a. s. að Austur-Skaftafellssýsla, það umdæmi, breytist einnig. Það hefur verið upplýst að ákveðið sé að ráða aðstoðardýralækni á Egilsstöðum, en við gildistöku þessa frv. mundi það falla niður. Landbn. hefur samþ. að mæla með samþykkt frv. með brtt. sem er í nál. á þskj. 445, að aftan við frv. bætist ný gr. sem yrði þá 2. gr. og orðaðist svo: „Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1976.“