29.04.1975
Sameinað þing: 71. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3424 í B-deild Alþingistíðinda. (2523)

249. mál, tekjustofnar sýslufélaga

Flm. (Friðjón Þórðarson) :

Herra forseti. Á þskj. 474 hef ég leyft mér að flytja till. til þál. um aukna tekjustofna sýslufélaga. Till. þessa flyt ég ásamt hv. 3. þm. Vestf. Till. er þess efnis að Alþ. ályktar að skora á ríkisstj. að gera nú þegar ráðstafanir til að auka tekjur sýslufélaga svo að þeim verði gert kleift að sinna lögboðnu hlutverki og aðkallandi viðfangsefnum. Till. þessi var flutt á síðasta þingi, en varð þá eigi útrædd. Henni fylgir ítarleg grg. — Svo sem kunnugt er geymir IV. kafli sveitarstjórnarlaga, nr. 58 frá 1961, almenn ákvæði um sýslufélög, réttindi þeirra og skyldur, tekjustofna og annað. Við teljum þessa till. mjög brýna og viljum að þessu málefni verði sinnt á því Alþ. sem nú situr.

Ég hef þessi orð ekki fleiri þar sem hv. meðflm. minn, 3. þm. Vestf., mun gera nánari grein fyrir þessu máli.