26.11.1974
Sameinað þing: 12. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (265)

303. mál, vistunarrými fyrir langlegusjúklinga

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Vegna þeirrar fsp., sem hér hefur komið fram, og þess svars, sem hefur komið frá hæstv. ráðh., vil ég aðeins upplýsa það, vegna þess að ég er nákunnugur því, að á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Reykjavík, liggja nú fyrir töluvert á annað hundrað umsóknir, mjög brýnar, til úrlausnar þeim sem þurfa að komast á svokallaða sjúkra- og hjúkrunardeild. Auk þess eru ekki tugir, heldur kannske eitthvað á annað hundrað til viðbótar sem þurfa eða aðstandendur þeirra telja að þurfi á slíkri vistun að halda. Samtals munu þar nú biða eftir vistun töluvert á fimmta hundrað manns.