02.05.1975
Sameinað þing: 73. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3523 í B-deild Alþingistíðinda. (2650)

208. mál, stórvirkjun á Norðurlandi vestra

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég sagði áðan hér að þó að þessi till. yrði samþykkt mundi það ekki duga vegna þess að það væri ekki hægt að framkvæma þessa till. Það er engin rangtúlkun á till. Það er ekki nóg að samþykkja það sem er ekki hægt að framkvæma, því að ef það er rétt sem sérfræðingar segja að það þurfi að vera til virkjun 1980, þá er sýnilegt að það getur ekki orðið Blönduvirkjun, það verður þá Hrauneyjarfossvirkjun ef ekki verður að ráði að virkja einhvers staðar annars staðar.