09.05.1975
Efri deild: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3703 í B-deild Alþingistíðinda. (2818)

209. mál, félagsráðgjöf

Frsm. (Oddur Ólafsson) ; Herra forseti. Heilbr:

og trn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um félagsráðgjöf. N. kallaði til sín forstöðumann félagsfræðideildar Háskólans og fékk um frv. umsagnir. Að vandlega athuguðu máli taldi n. að rétt væri að leggja til að 1. og 3. gr. frv. yrði breytt og leggur þess vegna fram svohljóðandi brtt.:

Í fyrsta lagi: „1. gr. orðist svo:

Rétt til að kalla sig félagsráðgjafa hefur sá einn, sem til þess hefur leyfi heilbrrh.“

Nú hljóðar greinin svo: „Rétt til að stunda félagsráðgjöf hér á landi og kalla sig félagsráðgjafa hefur sá einu sem til þess hefur fengið leyfi heilbrrh.“

Það hefur komið í ljós að allmargir aðilar stunda félagsráðgjöf hér á landi og svo mun verða lengi enn: Læknar, hjúkrunarkonur, sálfræðingar og margir fleiri aðilar verða að stunda félagsráðgjöf, og þar til starfssvið félagsráðgjafa hefur verið skilgreint betur en nú er gert, er ekki talið unnt að hafa 1. gr. óbreytta.

Í öðru lagi leggur n. til, að 3. gr. verði breytt og orðist svo:

„Takmörkuð eða tímabundin réttindi má einnig veita þeim sem eru í starfi þegar lög þessi öðlast gildi, en uppfylla ekki skilyrði 2. gr. Slík réttindi má því aðeins veita að fyrir liggi meðmæli þeirrar stofnunar sem umsækjandi vinnur hjá. Jafnframt skal leita umsagnar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa.“ Þetta er aðeins orðalagsbreyt., til samræmis við breyt. við 1. gr.

Þannig breytt leggur n. til að frv. verði samþ.