09.05.1975
Efri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3717 í B-deild Alþingistíðinda. (2852)

224. mál, tónlistarskólar

Albert Guðmundason:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að lesa sömu gr. og hv. síðasti ræðumaður gerði ef hún yrði þá kannske skiljanlegri.

Í þessari 6. gr. segir: „Nú berst umsókn um styrk til tónlistarskóla sem er að hefja starfsemi.“ Það er sem sagt hægt að stofna til skólans án þess að hafa heimild sveitarfélaga, heimild þeirra sem eiga að standa undir rekstri. Svo framarlega sem sú stofnun, sem þegar er satt á laggirnar án heimildar þeirra sem eiga að standa undir kostnaði við hana, fullnægir þeim skilyrðum sem eru I 1. gr., þá ber sveitarfélaginu og ríkinu skylda til þess að leggja út fé sem þau hafa kannske ekki gert ráðstafanir til að hafa til reiðu fyrir þessa starfsemi við gerð fjárhagsáætlana. Það er hægt að stofna til skólans án þess að hafa nokkurt leyfi til þess. Það er það sem ég er að tala um. Svo framarlega sem hann fullnægir þeim skilyrðum, sem segir í frv., ber skylda til að kosta hann að því marki sem hér er tekið fram.