09.05.1975
Neðri deild: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3743 í B-deild Alþingistíðinda. (2873)

210. mál, landgræðsla

Landbrh. (Halldór E. Sigarðsson):

Hæstv. forseti. Þetta frv. á þskj. 561 var flutt í hv. Ed., en eins og kemur fram í grg. frv. var það samið af landgræðslu- og landnýtingarnefnd og er um breyting á lögunum um landgræðslu frá 1965 og er í raun og veru byggt á þeirri reynslu sem fengist hefur síðan lögin voru sett. Enn fremur eru gerð skýrari frekari ákvæði í sambandi við landnýtingu í samræmi við þá landgræðsluáætlun sem afgr. var á hátíðarfundinum á Þingvöllum á s. l. sumri.

Þetta frv. er því ekki veigamikið. Það tók smábreytingum í Ed. Í fyrsta lagi var þar skipt kostnaði af störfum landgræðslunefndar með öðrum hætti en var í upphaflega frv., og í öðru lagi eru sektarákvæði tvöfölduð frá því sem nú er og gerð skýrari ákvæði um girðingar.

Um þetta frv. var samstaða í hv. Ed. og ég vona að það verði einnig í þessari hv. d. og það geti orðið afgr. á þessu þingi.

Ég legg svo til, hæstv. forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. landbn.