10.05.1975
Efri deild: 85. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3798 í B-deild Alþingistíðinda. (2940)

274. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Í húsnæðismálalögunum er ákvæði um að húsnæðismálastjórn sé heimilt að veita lán til kaupa á eldri íbúðum, en þó ekki samtals hærri upphæð en 80 millj. kr. á ári hverju. Þessi upphæð hefur staðið óbreytt um nokkurra ára skeið. Þetta frv. fer fram á að hækka þá fjárhæð í 160 millj. kr. Brýn þörf er á að rýmka þessa heimild frá því sem nú er. Það er í rauninni öllum aðilum til hagsbóta ef hægt er að veita lán til kaupa á eldri íbúðum, og húsnæðismálastjórn hefur óskað eftir því að þessi heimild yrði rýmkuð. Efni þessa frv. er því aðeins þetta, að hámarksupphæðin sé hækkuð úr 80 millj. í 160 millj.

Ég vænti þess, að hv. þd. fallist á þetta frv., og legg til. að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr, og hv. félmn.