10.05.1975
Neðri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3807 í B-deild Alþingistíðinda. (2965)

Umræður utan dagskrár

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Út af þeirri kvörtun sem hv. 3. þm. Reykv. hafði hér varðandi aðra þá fsp. þar sem var óskað eftir skriflegu svari — (MK; Það var ekki óskað eftir skriflegu svari.) Ja, skriflegri skýrslu, var það ekki? (MK: Nei.) Þá óskaði ég eftir því við ráðuneytisstjórann í heilbr.- og trmrn. að það væri farið strax í að svara þessu máli. Hann fól það verkefni deildarstjóra, sem hv. 3. þm. Reykv. skipaði rétt áður en hann fór úr ráðherrastól, að ganga frá þessu svari og koma með til mín. Ég hef, ég held í 4–6 skipti ítrekað þetta við ráðuneytisstjórann og síðast í gær kom hann með uppkast til mín að svari upp á 10–11 bls. sem ég bað hann yfir helgina að fara yfir aftur því að ég treysti mér ekki til þess að bera það svar fram eins og það var lagt fyrir. Ráðuneytisstjórinn lofaði mér að vinna yfir helgina þannig að þetta svar lægi hér fyrir. — Þetta vil ég að komi fram.