10.05.1975
Neðri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3812 í B-deild Alþingistíðinda. (2985)

11. mál, launajöfnunarbætur

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Virðulegi forseti. Mál þetta var afgreitt í Ed. til Nd., en er staðfesting á brbl. sem sett voru 24, sept., s. l. Efni frv. er hv. þdm. svo kunnugt að ég sé ekki ástæðu til þess að fara mörgum orðum um það.

Í 1. og 2, gr. þessa frv. eru ákvæði um launajöfnunarbætur sem sett voru með brbl. og þykir eðlilegt að staðfest séu með því að þau eru innifalin í launakjörum sem nú almennt ríkja.

Í 3. og 4, gr. eru ákvæði um launajöfnunarbætur til bænda, og eru þau í samræmi við till. nefndar sem sérstaklega fjallaði um reglugerð þar að lútandi, en ætlast er til að með þessum ákvæðum sé það tryggt að launajöfnunarbætur til bænda verði greiddar út samkv. sömu reglum eða svipuðum og ákveðnar ern varðandi launajöfnunarbætur til launþega almennt.

Í þessu frv. er síðan ákvæði um tryggingarbætur og er þar tekið upp í frv. ákvæði um upphæð tryggingarbóta til þess að yfirlit fáist allt frá 1. okt. og breytingu þeirra 1. des. s. l. og loks er sýnt hvernig ætlunin er að þær breytiat 1. apríl í samræmi við það bráðabirgðasamkomulag, sem gert var með aðilum vinnumarkaðarins. Höfuðatriði þeirra till. er að bótafjárhæðir grunnlífeyris eru hækkaðar um 9%, en talið er að meðaltalskauphækkun samkv. bráðabirgðar samkomulaginu sé um það bil.

Þá er tekjutryggingin hækkuð allmiklu meir. Hún er hækkuð hjá einstaklingi um 46.9% og hjá hjónum um 37%, ef skattafsláttur er meðtalinn, en sé hann ekki meðtalinn, þá er tekjutryggingin hækkuð hjá einstaklingum um 26.2% og hjá hjónum um 19.8%. Það kom fram í yfirlýsingu ríkisstj., sem gefin var aðilum vinnumarkaðarins, að þessi tekjutrygging skyldi hækka þannig að lágmarkstekjur yrðu örugglega sambærilegar við hækkun lægstu tekna samkv. því bráðabirgðasamkomulagi sem aðilar gerðu. Miðað við þann grunnlífeyri og þá tekjutryggingu sem lagt er til að verði með þessu frv. er tekjutryggingarmark eða lágmarkstekjur hækkaðar hjá einstaklingum um 22.4% og hjá hjónum um 19.6% ef skattafsláttur er innifalinn, en að honum frádregnum um 15.1% hjá einstaklingum og 13.31% hjá hjónum. Með því að launahækkun til hinna lægst launuðu samkv. bráðabirgðasamkomulaginu er talin hafa numið um 13.1% er fyllilega staðið við það fyrirheit sem gefið var og ívið betur að því er einstaklinga snertir.

Í fskj. I með nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. Ed. er tafla sem greinir nánar frá öllum upphæðum í þessu sambandi og hvernig skerðingarákvæðin koma fram í raun svo að ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þennan þátt frekar að svo stöddu.

Þá er rétt að það komi hér fram í þeim fáu orðum, sem ég læt fylgja þessu frv. við 1. umr., að ný gr. hefur verið tekin inn í þetta frv. og verður 11. gr. og fjallar um fjárfestingarlánasjóði eða lánskjör þeirra. Aðalatriðið er að heimilt er að fjárfestingarlánasjóðir endurláni það fé, sem þeir fá til ráðstöfunar, með sambærilegum kjörum og þeir njóta sjálfir. Þetta ákvæði er mjög í samræmi við það ákvæði sem var í 5. gr. l. nr. 75 frá 22. ágúst 1974, um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, þótt þessi grein sé nokkru ítarlegri og tekin af öll tvímæli um það að ákvæðið nái til endurlánaðs erlends lánsfjár. Í 2. mgr. þeirrar greinar er nýmæli um árlega endurskoðun á lánskjörum fjárfestingarlánasjóða. Skal ég ekki hafa fleiri orð um þetta ákvæði að sinni, en vil þó láta þess getið að það er ætlunin að fjalla nánar um lánskjör fjárfestingarlánasjóða í sumar og undirbúa frv. til l. um þetta efni sem lagt yrði fyrir næsta þing.

Það er rétt að vekja athygli á ákvæðunum til bráðabirgða sem gera ráð fyrir því að fram fari könnun á vegum heilbr.- og trmrh. í fyrsta lagi á framfærslukostnaði elli- og örorkulífeyrisþega, bæði einstaklinga og hjóna, og hliðsjón af þessari könnun skuli höfð við ákvörðun elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar hjóna og einstaklinga. Sams konar könnun fari fram á framfærslukostnaði barna einstæðra foreldra í sama tilgangi.

Virðulegi forseti. Ég skal þá láta máli mínu lokið. Ég legg til að frv. þetta verði samþ. til 2. umr. að lokinni þessari umr. og verði vísað til fjh.- og viðskn. þessarar d. sem ég hygg að hafi fjallað töluvert um þetta mál ásamt með fjh.- og viðskn. Ed. Vænti ég þess vegna að unnt sé að hraða afgreiðslu málsins í þeirri nefnd.