12.05.1975
Efri deild: 86. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3872 í B-deild Alþingistíðinda. (3021)

90. mál, dýralæknar

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Frv. þetta til breyt. á l. um dýralækna er komið frá Nd. og var afgr, frá þeirri hv. d. shlj. Landbn. þessarar hv. d. hefur kynnt sér málið. Það hefur borist um það umsögn frá yfirdýralækni, og vil ég að leyfa mér að kynna hv. d. álit hans á málinn. Hann segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Frv. er flutt af Gunnlaugi Finnssyni og fjallar um breyt. á núgildandi umdæmaskiptingu á Vestfjörðum. Eru till. þessar til bóta eftir því sem mér er tjáð af kunnugum mönnum, enda hafa samgöngur breyst allnokkuð síðan núv. skipting var fyrst gerð.“

Eins og heyra má af þessum tilvitnuðu orðum yfirdýralæknis er hér aðeins um það að ræða að breyta mörkum milli umdæma dýralækna. Landbn. féllst á frv. að þessu leyti og mælir með því að það verði samþ. óbreytt.