12.05.1975
Neðri deild: 85. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3929 í B-deild Alþingistíðinda. (3140)

253. mál, þjóðminjalög

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Virðulegi forseti. Menntmn. hefur rætt þá breyt. á þjóðminjalögum, sem hér er til umr., en þessi breyt. miðar að því að stofnaður verði sérstakur húsfriðunarsjóður með jöfnu framlagi ríkis og sveitarfélaga. N. hefur leitað umsagnar hjá stjórn Sambands íslenskra sveitar-félaga og fengið um málið mjög jákvæma umsögn. Stjórn Sambandsins segir í bréfi til menntmn. að hún telji að ákvæði þessu um stofnun húsfriðunarsjóðs séu mjög mikils virði og mælir einróma með samþykkt frv. nú á þessu þingi. Stjórn Sambandsins segir enn fremur að hún telji að samþykkt þessa frv. muni marka tímamót í húsfriðunarmálum hér á landi og að íslendingar minnist þá með stofnun hans á þessu ári á verðugan hátt svokallaðs húsafriðunarárs Evrópu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er mjög hlynnt þessu máli. Ég vil gera orð hennar að mínum og vænti þess að þetta mál fái greiðan gang í gegnum þessa hv. d. En málið á líka eftir að ræða í Ed., þannig að ég vænti þess, virðulegi forseti, að gert verði allt sem verða má til að hraða afgreiðslu málsins ef svo fer sem líkur benda til að þingi ljúki nú í vikunni.