12.05.1975
Neðri deild: 85. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3943 í B-deild Alþingistíðinda. (3162)

265. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm. meiri hl. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Hv. þm. Garðar Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson þyrftu að athuga það betur að orð skulu standa. Ég er alveg sannfærður um að öllum sem til þekkja, dettur ekki lífandi í hug að ég hafi misfarið með eitt eða neitt í þessu sambandi, að það, sem segir í nál., var vitanlega samþ. af þeim. Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Ég hafði í höndum þskj. 690, þar sem einvörðungu voru á nm, sjútvn., hv. þm, Jón Skaftason, hv. þm. Guðlaugur Gíslason og hv. þm. Tómas Árnason, ásamt mér. Ég veit ekkert og þekki það ekki hvaða forgangs hv. þm. Sighvatur Björgvinsson nýtur í því að fá útbýtt til sín vitlausum þskj.