13.05.1975
Sameinað þing: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3962 í B-deild Alþingistíðinda. (3209)

242. mál, snjómokstur á þjóðvegum

Fyrirspyrjandi (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir skýr og góð svör við fsp. minni. Ég vil aðeins segja frá því, af því að ég hef þær upplýsingar við höndina, að snjómoksturskostnaður ýmissa sveitarfélaga er verulega mikill. Ég hef aflað upplýsinga hjá nokkrum sveitarfélögum á Austur- og Norðurlandi um snjómoksturskostnað í vetur. Hann hefur verið óvenjulega mikill:

Reyðarfjörður hefur þurft að eyða 850 þús. kr. í snjómokstur, Eskifjörður 2 millj. 5 þús., Neskaupstaður 2 millj. 751 þús., Seyðisfjörður 2 millj. 410 þús. kr., Fáskrúðsfjörður 1400 þús. kr., Egilsstaðir 1121 þús. kr., Akureyri 15 millj. 700 þús. kr.„ Húsavík 2 millj. 760 þús. kr. og Sauðárkrókur 275 þús. kr. Þessar staðreyndir benda til að mörg sveitarfélög á landinu, sem búa við mikil snjóþyngsli og mikil snjóalög, verða að verja verulegum fjármunum í snjómokstur og spurning hvort þetta mál þarf ekki að taka upp til frekari athugunar í sambandi við sanngjarna þátttöku ríkisins í snjómokstri.