13.05.1975
Sameinað þing: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3980 í B-deild Alþingistíðinda. (3231)

345. mál, framkvæmd grunnskólalaga

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Fsp. þessi var borin fram af Sverri Bergmann meðan hann sat sem varamaður minn á þingi. Fsp. er um það, hvenær megi vænta reglugerðar um kennslufyrirkomulag og sérstofnanir samkv. 52. gr. l. um grunnskóla til kennslu barna á skyldunámsstigi, sem talin eru víkja svo frá eðlilegum þroskaferli að þau fái ekki notið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri námsgreinum samkv. skilgreiningu í 50. og 51. gr. sömu laga.