13.05.1975
Sameinað þing: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3982 í B-deild Alþingistíðinda. (3235)

182. mál, breytingar á íslenskum rithætti

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Út af þessari fsp. vil ég taka þetta fram:

Fyrir allnokkru barst mér bréf frá 100 mönnum varðandi íslenska stafsetningu. Ég hef leitað umsagnar þeirrar nefndar sem undirbjó nýlega gerðar breytingar á stafsetningunni. Sú umsögn liggur nú fyrir í menntmrn. ásamt með áskorun 100-menninganna. Fleiri hafa ritað rn. um þetta efni, auk þess sem margt hefur verið um það rætt og ritað á opinberum vettvangi nú í seinni tíð og nýlega hefur verið lagt fram frv. hér á hv. Alþ. varðandi íslenska stafsetningu. Ég tel nauðsynlegt að huga nánar að þessum málum, en ég ætla að geyma mér að gefa aðrar yfirlýsingar um málið að svo stöddu.