13.05.1975
Sameinað þing: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4057 í B-deild Alþingistíðinda. (3278)

268. mál, Félagsmálasáttmáli Evrópu

Frsm. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Í stofnskrá Evrópuráðsins segir að markanið þess sé að koma á nánari einingu meðal þátttökuríkja í því skyni að vernda og koma í framkvæmd þeim hugsjónum og meginreglum sem eru sameiginleg arfleifð þeirra þjóða svo og að stuðla að framförum á sviði efnahags- og félagsmála. Að þessu yfirlýsta markmiði Evrópuráðsins hefur verið unnið með ýmsu móti og einn þátturinn í því starfi er gerð félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var 18. okt. 1961 eftir langt undirbúningsstarf. Sáttmáli þessi gekk í gildi í febr. 1965, en enn hefur Ísland ekki undirritað þennan samning.

Nú hefur verið lögð hér fimm till. til þál. um fullgildingu á félagsmálasáttmála Evrópu þess efnis að Alþ. veiti ríkisstj. heimild til þess fyrir Íslands hönd að fullgilda sáttmálann. Allshn. hefur skoðað þessa till. og mælir einróma með samþykkt hennar.