13.05.1975
Sameinað þing: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4059 í B-deild Alþingistíðinda. (3287)

207. mál, kaupþing

Frsm. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. 207. mál Alþ. er till. til þál. um kaupþing: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að beita sér fyrir því, að sett verði á stofn kaupþing á vegum Seðlabanka Íslands.“

Í lögum um Seðlabanka Íslands er heimild til að stofna og reka kaupþing, en sú heimild hefur enn ekki verið nýtt. Flm. þessarar till. telja að nú sé grundvöllur fyrir því að setja á fót kaupþing sem jafnframt sinni sölu verðbréfa og annarra hliðstæðra skuldabréfa. Allshn. telur að þessi till. og þessar forsendur eigi við rök að styðjast og telur rétt fyrir sitt leyti að þrýsta á að slíkt kaupþing verði sett á fót og því mælir n. einróma með því að þessi till. til þál. verði samþ.