14.05.1975
Neðri deild: 87. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4169 í B-deild Alþingistíðinda. (3422)

142. mál, sameiginlegur lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn

Frsm. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti Heilbr.- og trn. hefur rætt þetta mál sem hefur stundum áður verið flutt á Alþ. Hér er hreyft mjög merku og stóru máli. En vegna þess að ríkisstj. er með almannatryggingalögin til endurskoðunar og þar eru m.a. til athugunar hugmyndir um að koma á sameiginlegu kerfi lífeyrissjóða og almannatrygginga, en það er ein leiðin til að framkvæma hugsunina um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þá telur n. rétt og er sammála um að leggja til að málinu verði vísað til ríkisstj. með ósk um jákvæða athugun. N. væntir þess að ríkisstj. leggi till. um þetta mál fyrir næsta þing.