15.05.1975
Neðri deild: 90. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4255 í B-deild Alþingistíðinda. (3494)

95. mál, vegalög

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Í samráði við 2. þm. Norðurl. v., sem er fjarstaddur, lýsi ég því yfir sem formaður samgn. að brtt. hans við vegalög á þskj. 650, sem voru teknar aftur til 3. umr. í gær, eru allar dregnar til baka á þessu þingi, en verða væntanlega endurfluttar á næsta reglulegu Alþ. Jafnframt skírskota ég til ummæla minna, er ég viðhafði í framsögu fyrir nál. samgn. á þskj. 631 um þetta mál, þar sem ég gat þess að tími ynnist ekki til að skoða þetta mál ítarlega í heild svo sem vera þyrfti á þessu þingi. Væri því mælt með því í meginatriðum eins og það kom fram frá Ed., í trausti þess að málið allt yrði skoðað vandlega og breytingar á vegalöggjöfinni undirbúnar og bornar fram á næsta þingi.