15.05.1975
Neðri deild: 91. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4327 í B-deild Alþingistíðinda. (3566)

103. mál, siglingalög

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég verð að láta það koma hér fram að ég harma það að hv. n. skyldi ekki geta komist að annarri niðurstöðu heldur en þessari, t. d. með því að taka jafnsjálfsagða réttarbót út úr því, sem hv. flm. flutti á sínum tíma, að setja verðlagsákvæði á dánar- og örorkubætur sem Alþ. kom vissulega vel á móti á sínum tíma þegar sett voru inn í lög ákvæði þess efnis að þessar bætur skyldu lögbindast en að sjómenn þyrftu ekki alltaf í samningum að sækja eftir þessum bótum á hverjum tíma. Ég held að það hefði verið Alþ. ákaflega mikil virðing ef það hefði verið gert á þessum tíma. En því miður virðist n. ekki hafa verið sama sinnis. Ég vænti þess þá að í væntanlegum kjarabótum, sem ég veit að hæstv. ríkisstj. ætlar sér að fara að veita sjómönnum, verði tekið nokkurt tillit til þeirra till. sem hv. þm. Eyjólfur Sigurðsson bar fram hér á hv. Alþ. á sínum tíma.