15.05.1975
Neðri deild: 91. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4327 í B-deild Alþingistíðinda. (3567)

103. mál, siglingalög

Magnús Kjartansson:

Hæstv. forseti. Mér þykir mjög vænt um þessi ummæli hv. þm. Péturs Sigurðssonar. En það gerðist fyrir fáeinum mínútum að þessi hv. þm. greiddi atkv. gegn því að tekjutrygging til aldraðs fólks og öryrkja yrði bundin við verðlagsbætur. Og hann hefur greitt atkv. gegn öllum slíkum till. sem hér hafa verið fluttar á þessu þingi, þannig að þessi sinnaskipti eru ákaflega ánægjuleg. Ég vona að þau séu til marks um það að þessi hv. þm. breyti afstöðu sinni til annarra mála einnig.