16.05.1975
Efri deild: 95. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4376 í B-deild Alþingistíðinda. (3649)

220. mál, atvinnuleysistryggingar

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Við höfum margítrekað það, flm. þessarar dagskrártill., að við erum miklir stuðningsmenn þess að það verði komið á fæðingarorlofi. Hins vegar teljum við að það sé ekki sæmandi þessari stofnun að afgreiða þetta mál á þennan hátt, án þess að það séu gerðar till. um það á hvern hátt tekna skuli aflað eða hvaða kvaðir skuli felldar niður. Ég vil lesa þessa dagskrártill., en hún segir svo:

„Þar sem í till. heilbr.- og trn. þessarar hv. d. er lagt til, að lög þessi komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. jan. 1976, og með tilvísun til þess, að lagaákvæði þessi þurfi nánari athugunar við, samþykkir d. að fela ríkisstj. að semja frv. til l. um málið, er verði lagt fram í upphafi næsta reglulegs Alþ., og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“

Við teljum að það ætti að vera nægileg trygging með því að samþykkja þessa till.ríkisstj. framkvæmi þetta, semji lög sem tryggi þennan rétt, lög sem tryggi meira jafnrétti en gert er ráð fyrir í frv. Við munum því vilja láta reyna á þessa dagskrártill.