16.05.1975
Sameinað þing: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4390 í B-deild Alþingistíðinda. (3711)

200. mál, lögfræðiþjónusta fyrir efnalítið fólk

Svava Jakobsdóttir:

Hæstv. forseti. Sakir þess að frsm. er fjarverandi af óhjákvæmilegum ástæðum vil ég fara um málið örfáum orðum til þess að þakka n. afgreiðslu málsins og þann skilning sem kemur fram á nauðsyn þess. En í nál. stendur, með leyfi hæstv. forseta:

Nm. eru hlynntir till., en þar sem framvinda málsins fer mjög eftir framkvæmd og fyrirkomulagi á þjónustu þessari, leggur n. til að till. verði vísað til ríkisstj. sem stefni að því að leggja fram frv. um lögfræðiþjónustu fyrir efnalítið fólk á næsta þingi. Við samningu slíks frv. verði höfð full samráð við Lögmannafélag Íslands: