09.12.1974
Sameinað þing: 19. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

Rannsókn kjörbréfa

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hafa borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 6. des. 1974. Gunnar Sveinsson, 4. varaþm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna annarra starfa get ekki lengur setið á Alþ. í forföllum Jóns Skaftasonar, 4. þm. Reykn., fer ég fram á, að í samræmi við 138. gr. l. um kosningar til Alþ. taki 2. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sæti á Alþ. í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd .“

Það þarf að fara fram rannsókn á kjörbréfi Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur bæjarfulltrúa. Annað bréf hefur borist:

„Reykjavík, 6. des. 1974.

Jónas Árnason, 5. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna annarra starfa mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Vesturlandskjördæmi, Skúli Alexandersson, Hellissandi, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Það þarf einnig að fara fram rannsókn á kjörbréfi Skúla Alexanderssonar.

Þá hefur mér enn fremur borist bréf: „Reykjavík, 6. des. 1974. Einar Ágústsson, 10. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Sverrir Bergmann læknir, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

forseti Ed.

Það þarf að rannsaka kjörbréf Sverris Bergmanns einnig.

Það eru því þrjú kjörbréf, sem þarf að rannsaka, og ég bið kjörbréfanefnd að skjóta á fundi og rannsaka þessi kjörbréf og kosningu þeirra, sem ég hef áður greint, og gef á meðan 10 mínútna fundarhlé. Fundur hefst að nýju kl. 15 mínútur gengin í tvö — [Fundarhlé.]