09.12.1974
Sameinað þing: 19. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í B-deild Alþingistíðinda. (453)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur prófað kjörbréf Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur sem 2. varaþm. Framsfl. í Reykn., Skúla Alexanderssonar sem 1, varaþm. Alþb. í Vesturl, og Sverris Bergmanns 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík.

N. hefur ekki neinar aths. að gera við kjörbréfin, eins og þau liggja fyrir, og gerir þá till. til hv. Sþ., að kosning þeirra Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur sem 2. varaþm. Framsfl. í Reykn., Skúla Alexanderssonar oddvita, Snæfellsási 1, Hellissandi, sem 1. varaþm. Alþb. í Vesturl. og Sverris Bergmanns læknis, Kleppsvegi 22, Reykjavík, sem 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík, verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.