29.10.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen fjmrh.):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar þau 4 kjörbréf, sem getið var um hér áður af hæstv. aldursforseta: Kjörbréf Gunnars Sveinssonar, kaupfélagsstjóra í Keflavík, 1. varaþm. Framsfl. í Reykn., en Jón Skaftason alþm. situr nú þing Sameinuðu þjóðanna. Kjörbréf Halldórs Blöndals kennara á Akureyri, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., en Lárus Jónsson alþm. er erlendis í opinberum erindum. Kjörbréf Ólafs Ragnars Grímssonar prófessors, 1. varaþm. landsk. þm. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en Magnús T. Ólafsson alþm. er einnig erlendis í opinberum erindum. Kjörbréf Þórs Vigfússonar menntaskólakennara, 1. varaþm. G-listans í Suðurlandskjördæmi, en Garðar Sigurðsson alþm. er einnig fjarstaddur. Kjörbréfanefnd mælir með samþykkt kjörbréfanna allra og að kosning þessara þingmanna verði metin gild.