11.12.1974
Neðri deild: 18. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (583)

22. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Frv. til 1. um veitingu ríkisborgararéttar með nöfnum 14 erlendra ríkisborgara var lagt fram á síðasta reglulegu Alþ. Frv. var síðan vísað til hv. allshn. Ed. að lokinni 1. umr. N. fól formönnum allshn. beggja þd. og skrifstofustjóra Alþingis að athuga frv. og umsóknir þær sem því fylgdu, svo og umsóknir um ríkisborgararétt sem siðar bárust n., og var það sama málsmeðferð og tíðkuð hefur verið um afgreiðslu sams konar frv. á undangengnum þingum. Að þessari athugun lokinni lagði allshn. Ed. til, sbr. nál. á þskj. 889, dags. 7. maí s.l., að frv. yrði samþykkt með þeirri breytingu, að alls yrði 53 erlendum ríkisborgurum veittur ríkisborgararéttur. Frv. kom þó eigi til frekari umr. í þinginu og dagaði uppi þegar Alþ. var rofið.

Það hefur þess vegna nú orðið að ráði að flytja nýtt frv. þar sem upp væru teknir þeir umsækjendur sem allshn. hafði mælt með, svo sem ég hef rakið, og fullnægja þeim skilyrðum sem allshn. beggja þd. hafa komið sér saman um. Þetta frv. hefur nú verið samþ. óbreytt í hv. Ed. og ég geri ráð fyrir því að við þá afgreiðslu hafi verið höfð sömu vinnubrögð og áður, að það hafi verið haft samráð við allshn. Nd. eða formann allshn. Nd.

Ég leyfi mér með skírskotun til þess, sem ég hef rakið, að óska eftir því að þetta frv. geti fengið skjóta meðferð í þinginu og þá í þessari hv. d. eins og það hefur þegar fengið í hv. Ed. Hins vegar er svo stefnt að því siðar á þessu þingi að flutt verði nýtt frv. með nöfnum þeirra ríkisborgara sem síðar hafa sótt um ríkisborgararétt.

Ég vona að hægt verði að afgreiða þetta frv. fyrir áramót, eða áður en þingi lýkur, þannig að þeir, sem sótt höfðu um ríkisborgararéttinn á sínum tíma í vor og fullnægðu skilyrðum, þurfi ekki að verða fyrir frekari óþægindum vegna dráttar sem orðið hefur á því að frv. yrði afgreitt.

Ég leyfi mér svo, herra forseti, að fara fram á að frv. verði vísað til 2. umr. og fengið hv. allshn. til meðferðar.