12.12.1974
Sameinað þing: 22. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

Umræður utan dagskrár

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal reyna að halda mér innan þeirra tímamarka, sem þér hafið sett í þessum umr., og styð till. yðar um að takmarka umr. sem eiga sér stað utan dagskrár.

Í umr. þessum hafa nokkrir hv. þm. getið þess, að ekki sé réttlætanlegt að peningamenn úr Reykjavík fjárfesti úti á landi. Vonandi er þetta ekki sagt til þess að auka á tortryggni í garð Reykjavíkurvaldsins svokallaða. Ég mundi fagna því, ef fjármagn er fyrir hendi hjá reykvíkingum eða öðrum landsmönnum, að þá noti þeir það til uppbyggingar á atvinnufyrirtækjum úti á landi og sem viðast. Hugsanlega gætu slíkar fjárfestingar létt á bankakerfinu og minnkað ásókn sveitarfélaga almennt um aðstoð frá því opinbera eða frá peningastofnunum til að hyggja upp atvinnuskapandi fyrirtæki í hinum ýmsu byggðarlögum. Að sjálfsögðu eiga íslendingar allir að ráða því, hvar í landinn þeir nota sína fjármuni. Vonandi eykst samstarf milli stórhuga manna á hinum ýmsu stöðum, sem gæti orðið til uppbyggingar atvinnulífi og hagsældar hvar sem þeir fjárfesta á landinu. Málið sjálft vil ég ekki ræða hér. Ég tel að umr. hafi farið út úr þeim stakki, sem þeim hefði átt að sníða. Hér er um deilu að ræða og ég treysti engum betur en hæstv. sjútvrh. til að finna farsæla lausn, sem allir megi vel við una.