14.12.1974
Sameinað þing: 23. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (741)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Út af því, sem hér hefur komið fram í umr. utan dagskrár, hefur það aldrei hvarflað að mér að skera algerlega niður umr. utan dagskrár. Það er fjarri mínum huga og ég mun ekki beita mér fyrir slíku, ég skal fullvissa þingheim um það. En heldur lítið réttlæti er í því þegar einstakir hv. þm, taka í fsp.- tíma utan dagskrár mestallan ræðutímann frá öðrum hv. þm. og málefnum á dagskrá, þannig að þarna er margs að gæta. Ég hef ekki neinu að svara hv. 2. þm. Austf. öðru en því sem ég sagði hér fyrir nokkrum dögum og ég vitna til þess. Það nægir, Það hefur í þessum umr. engu verið hnekkt af því sem ég þá sagði.