17.12.1974
Efri deild: 25. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (839)

117. mál, Rafveita Ísafjarðar

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Á þskj. 148 er frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. að ábyrgjast lán fyrir Rafveitu ísafjarðar, en Rafveita Ísafjarðar hefur ákveðið að festa kaup á 2100 kw. dísilrafstöð. Rafveitan telur kaup þessi nauðsynleg til að tryggja frystihúsum á Ísafirði og reyndar víðar um Vestfirði næga raforku, komi til truflana á afhendingu orku frá Mjólkárvirkjun. Er þess skemmst að minnast að á s.l. ári fór sæstrengur frá Mjólkárvirkjun í sundur, þannig að til stórtjóns horfði á birgðum frystihúsanna á Ísafirði.

Seljendur dísilstöðvar þeirrar, sem hér um ræðir, óskuðu ríkisábyrgðar á láni sem fylgir stöðinni. Ríkisstj. vill fyrir sitt leyti greiða fyrir því að kaup á stöð þessari geti átt sér stað og er því lagafrv. þetta lagt fram.

Ég legg til, herra forseti, að frv. þessu verði að lokinni þessari umr. vísa ð til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn. og vonast til þess að sú n. svo og hv. þd. sjái sér fært að afgr, þetta frv. áður en hv. þm. fara í jólaleyfi.