18.12.1974
Neðri deild: 27. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (920)

4. mál, ráðstafanir í sjávarútvegi

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Út af ræðum tveggja síðustu ræðumanna vil ég taka fram að það er engan veginn óvenjulegt að mál séu tekin til umr. á mestu annadögum þings, þótt prentuðum nál. frá hluta nefndar hafi ekki enn verið útbýtt. Engu að síður mun ég sinna ósk þeirri sem hér hefur komið fram um að fresta málinu um stund, en þdm. er ljóst að ætlunin er að afgr. þetta mál sem allra fyrst, og treysti ég á góða samvinnu hv. þdm. til þess að svo megi verða. Nú verður þessu máli frestað um stund og fyrir tekin önnur dagskrármál.