18.12.1974
Efri deild: 27. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

36. mál, virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég skal ekkert um það fullyrða hver er hinn raunverulegi eignarhlutur varðandi þetta fyrirtæki, Norsk Hydro. Þó er mér kunnugt um sterk ítök erlendra auðhringa í því fyrirtæki, upplýst af fulltrúum þeirra sjálfra. Ég hef engar upplýsingar um þetta mál annars staðar en beint úr minni heimabyggð, frá viðræðum sveitarstjórnar þar við þetta fyrirtæki, þar sem þeir létu í ljós ákveðnar skoðanir á þessum athugunum sínum og um leið ákveðna möguleika, — þeir höfðu þar talað um efni fram, — sem þeir hefðu á því að koma slíku fyrirtæki upp. Ég víssi það og leiðrétti það þá þegar, ég væri sannfærður um að til þessa hefðu þeir ekkert vilyrði af hálfu íslenskra stjórnvalda, það væri alveg áreiðanlegt, og þá þökkuðu þessir góðu menn vitanlega mér það, af því að þeir sáu að það var tilgangslaust að láta í það skina. Það getur vel verið að þeir hafi farið rangt með í fleiri atriðum en þessum. Þeir nefndu það t.d., að ef þeir færu í þessar framkvæmdir hér á landi, þá yrði þeim tryggt auklð fjármagn, ekki frá norðmönnum, heidur frá þeim erlendu auðhringum sem eiga ítök í Norsk Hydro. Það kann vel að vera að þeir hafi farið rangt með þarna líka, eins og þeir fóru rangt með það að þeir hefðu haft einhver vilyrði um það frá íslenskum stjórnvöldum að þetta lægi töluvert opið fyrir.

Ég skal ekki segja, hversu ábyrgir menn þetta hafa verið sem þarna voru á ferð. Alla vega voru þetta menn sem kynntu sig fulltrúa þessa fyrirtækis. Ég hafði því a.m.k. fyrir þennan fund og áður en ég fékk þessar róandi upplýsingar þess manns, sem situr í svokallaðri stóriðjunefnd á vegum íslenska ríkisins, heldur óskemmtilegar upplýsingar um öll áform. Og það gleður mig sannarlega að vita að ég hef haft rétt fyrir mér þegar ég varð að leiðrétta þessa ágætu útlendinga í sambandi við öll vilyrði og alla samninga við þá. Mér jafnvel fannst nú að hv. þm. vildi róa mig enn þá meira, því að af málhreimnum og tóninum í hans tali skildist mér að hann mundi ekkert vera ginnkeyptur fyrir þessu, og ég vona að það verði svo.